Sleipiefni

/ nóvember 2, 2007

Framleiðendur CorrosionX (Smur og tæringarvörn #1) hafa nú komið fram með efnið RejeX. Þetta er sérstök fjölliða sem kemur í staðinn fyrir vax eða teflon byggð efni. RejeX skilar dýpri gljáa en vax og það sem meira er gerir flötinn óaðgengilegan fyrir hverskonar óþverra. Þar má nefna flugur, bremsudiskasót, trjákvoðu, ýmis efni sem finnast í vatni og í raun hvað sem er.

Hvað kemur þetta siglurum við, svona fyrir utan að losna við bremsudiska sót af felgunum?
Sléttara er hraðara, það er málið. Spíttbátar hafa farið 2 til 3 hnútum hraðar í tilraunum og þótt ekki megi búast við slíkum tölum á seglbát þá skiptir það máli þegar hver sekúnda telur. Efnið má bera hvar sem er á botn bátsins ásamt stýri og kjöl. Það endist lengur en vax, ver gegn útfjólubláum geislum og er mun auðveldara að bera á en öll önnur bátabón.


Smelltu hér til að skoða RejeX betur.


__/)

Share this Post