Sluppu með skrekkinn

/ apríl 12, 2009

Ef þessi mynd er skoðuð vel má sjá að það er girni á öxlinum. Við sem siglum reglulega um innsiglinguna í Reykjavík vitum hvaðan þetta kemur. Þrátt fyrir samþykktir og fögur orð aðila hjá höfninni hafa veiðar enn ekki verið bannaðar í innsiglingunni.

Í þetta skiptið sluppu eigendur Aríu með skrekkinn, tóku eftir olíubrákinni og gátu bætt olíu á gírinn. Það er ekki víst að það fari alltaf svona vel. Það hefur gerst áður að gírinn tæmist af olíu vegna girnisins í pakkdósini og eyðileggst. Vélarvana bátur getur auðveldlega lent í hættu þegar gírinn er ónýtur úti á sjó.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>