Smáþjóðaleikar dagur 1.

/ júní 3, 2009

(Frá Úlfi Hróbjartssyni í Limassol á Kýpur)

Í dag var 37 stig hiti og keppni í að hanga í landi því enginn var vindurinn. Í gær var bátum úthlutað og ljóst að Kýpurbúum áskotnuðust betri optimistar þó þeir væru ekki eins nýjir og þeir sem gestaþjóðirnar fengu. Annars gengu mælingar vel og nema hvað eitthvað af seglum skilaði sér ekki til Kýpur fyrr en í nótt en þau voru tekin út í morgun áður en keppni átti að hefjast. Meðal segla sem voru lengi á leiðinni var Lasersegl Arnars Freys.  En eins og áður segir leystist málið farsællega og Arnar fékk að bíða í landi með okkur hinum.

Share this Post