Um Heimsins höf á Hug
Kristófer og Svanfríður segja okkur frá siglingu sinni umhverfis jörðina á seglskútunni Hug frá Reykjavík, en ferðalag þeirra var hluti af „World Arc – Around the World rally“ keppninni. Hér má sjá umfjöllun morgunblaðsins um ferðina þeirra http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/27/aevintyrasigling_umhverfis_jordina/
Allir áhugasamir velkomnir.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur,- sem rennur óskiptur til Kjölbátasambands Íslands.
Kaffi innifalið, aðrar veitingar er hægt að kaupa á staðnum.
Staðsetning: Hótel Plaza, Aðalstræti 4.
Fyrirlesturinn hefst 7.nóvember klukkan 20 (húsið opnar kl: 19:30.)
Við hvetjum alla siglara og áhugamenn um siglingar til að fjölmenna.