Sólarvarnir skútusiglara

/ ágúst 2, 2006

{mosimage}Hvernig eiga skútusiglarar að verjast sólinni? Eftir margra ára þrotlausar rannsóknir hafa nokkrir náhvítir íslenskir skútusiglarar komist að eftirfarandi niðurstöðu: PRODERM er eina sólarvörnin sem dugar allan daginn, jafnvel þótt siglt sé í mikilli ágjöf á minni bátum beint undir sólinni nálægt miðbaug. Þessi sólarvörn gengur inn í húðina og skolast því ekki af. Það svíður hins vegar í augun undan henni þegar hún lekur niður í augun í ágjöfinni. Þess vegna hefur reynst vel að nota einhverja aðra til dæmis Nivea Sport kringum augun og kannski þar fyrir ofan. Við getum mælt með þessu á börnin sem eru að fara að sulla í sjónum eða sundlauginni í sumarfríinu.
Sólarljósið fer ekki vel í augu út á sjó. Réttu sólgleraugun eru Polariseruð gleraugu (polaroid / polarized) þau endurkasta ljósgeislum sem eru endurkast af haffletinum. Eiginlega öll önnur sólgleraugu eru ekki góður kostur. Veldu sólgleraugu sem eru fyrir skútusiglara, til dæmis frá Musto, láttu ekki sölumanninn ljúga einhverju inn á þig! Rangt val á sólgleraugum verður oft að skelfilegum augnverkjum (rafsuðublinda) og höfuðverk síðar. Jafnvel góð gleraugu eins og RayBan duga ekki, láttu okkur vita það við höfum reynt það.

Lumar þú á einhverjum góðum ráðum?{moscomment}

Share this Post