Stendur Byr storminn af sér?

/ mars 24, 2009

Einn af styrktaraðilum heimasíðunnar okkar er Byr, sparisjóður. Byr hefur verið með auglýsingu á síðunni okkar hér lengi og stutt við rekstur síðunnar. Enda er það svo að við vitum fyrir víst að miklir fjármunir hafa færst til Byrs í formi innlána og aukinna viðskipta félagsmanna og annarra þeim tengdum. Brokey er einnig með sín viðskipti hjá Byr. Samkvæmt þessari frétt: hér virðist Byr, einn fárra banka ætla að ná að standa af sér storminn. Við óskum samstarfsaðila okkar Byr, alls hins besta í framhaldinu og vonum að það fari að sjá til lands í þessu hafróti fjármálanna.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>