Stjórn félagsins 2011 og það helsta af fundinum

/ janúar 23, 2011

Formaður: Kristján Skúli Sigurgeirsson

Aðrir í stjórn munu skipta með sér verkum: Snorri Tómasson, Arnar F Jónsson, Ólafur M Ólafsson og Fjóla Ósk Aðalsteinsdóttir (til stendur að Fjóla verði gjaldkeri).

Varamenn eru: Magnús Waage og Baldvin Björgvinsson

Árgjald óbreytt 8.000 kr og fjölskyldustefna í þeim málum áfram við lýði.

Aðstöðumál félagsins halda áfram að hnikast í einhverja átt, ekki endilega rétta. Mjög hætt er við að bryggjuframkvæmdir í Reykjavíkurhöfn tefjist svo mikið að ekki verði hægt að nota flotbryggjuna í sumar. Það eru bara þrír mánuðir til stefnu og ekkert byrjað að gera.

Kænustarfið gengur mjög vel, bátakostur stækkar, kænusiglurum fjölgar og þjálfun gengur vel. Árangur í keppnum er góður og andinn í liðinu almennt góður. Samþykkt var að bæta Topper topaz við flotann, ekki minna en einum.

Aðalfundargerðin verður birt í heild sinni eins og hægt er þegar hún er fullunnin til birtingar.

Share this Post