STÓRA fíkniefna-skútumálið
{mosimage}Skútusiglarar gengu beint í flasið á löggæslunni í morgun. Þeir komu til Fáskrúðsfjarðar á skútu sem er að minnsta kosti 30 fet að lengd. Skútan sjálf er erlend og hefur ekki komið til landsins áður, en tveir íslendingar í áhöfn og voru þeir handteknir. Nokkrir landkrabbar hafa einnig verið handteknir í aðgerðum löggæslunnar. Um borð hafa þegar fundist tugir kílóa af örvandi fíkniefnum. Enn er verið að leita í og undir skútunni og í firðinum.
Löggæslan þakkar samvinnu Europol, Lögreglu, Landhelgisgæslu, Tollgæslu og fleiri aðila sem hafa greinilega fylgst með yfirvofandi komu fíkniefnanna mánuðum saman.
Það siglir ekki hver sem er svona skútu yfir hafið, þannig að við spyrjum okkur:
Hvaða tveir skútusiglarar eru þetta?
Vonandi ekkert sem tengist okkar íþrótt.