Straumfjörður

/ júlí 21, 2006

Straumfjörður á Mýrum er ein elsta verslunahöfn landsins. En þangað er ekki auðvelt að komast sérstaklega ekki ef kjölurinn ristir djúpt. Þar er þó góð höfn og mikil fegurð.

{mosimage}


Hér er mynd af nýgerðri höfn í Straumfirði. Þarna gæti Turbátur siglt inn á flóði og flotið á fjöru.
Mastrið á Norninni sést hins vegar, liggjandi við (2) akkeri, handan við eyjuna við fjarðarmynnið.
það er að falla að þarna er myndin var tekin. Það er leirbotn þarna og báturinn hreyfðist ekki úr stað.
Náttúran frábær. Bæjarhúsin stóðu á einni eyjunni, sem nú er komin í vegasamband.
Jörðin er nytjuð til dúntekju. Eigendur búa í Borgarnesi að jafnaði. Óþarfa umferð ekki velkomin.
Við mættum eigendunum á heimreiðinni og þau höfðu auga með bátnum fyrir okkur meðan við brugðum okkur í bæinn.
Þetta er frábær staður í þessu veðri.

{mosimage}


{moscomment}

Share this Post