Sumarmót Brokeyjar 2011

/ júní 15, 2011

Laugardaginn 18. júní 2011 verður Sumarmót Brokeyjar haldið við Fossvoginn. Tilkynna skal þáttöku í tölvupósti á martin@swift.is fyrir fimmtudagskvöldið 16. júní og skal fylgja nafn keppanda, bátstegund og seglaauðkenni.

Mótsgjald er 1000 krónur og skal greiða á skipsstjórafundi að morgni keppnisdags. Frekari fyrirmæli eru að finna í keppnistilkynningu hér að neðan (smellið á ‘Nánar’)

Tilkynning um keppni

 1. Dagskrá
  1. Mótið er haldið laugardaginn 18. júní 2011.
  2. Sigldar verða ein til fimm umferðir.
  3. Skipsstjórafundur er klukkan 10:00 að morgni mótsdags í aðstöðu Brokeyjar í Nauthólsvík.
  4. Fyrsta umferð verður ræst klukkan 11:00 og þær næstu svo fljótt sem auðið er eftir að fyrri umferð lýkur.
  5. Úrslit verða kynnt í aðstöðu Brokeyjar í Nauthólsvík að loknum kepptum umferðum.
 2. Reglur
  1. Á mótinu gilda:
   • Kappsiglingareglur Alþjóðasiglingasambandsins.
   • Kappsiglingafyrirmæli Siglingasambands Íslands.
   • Reglur ÍSÍ um búnað og lyf.
   • Keppnisfyrirmæli keppnisstjórnar.
  2. Notað verður lágstigakerfi samkvæmt Viðauka A.
  3. Keppnisfyrirmæli verða birt á skipsstjórafundi.
 3. Þátttökuréttur og skráning
  1. Keppnin er opin kænum á forgjafalista SÍL.
  2. Tilkynna skal þáttöku í tölvupósti til keppnisstjóra, á tölvupóstfangið martin@swift.is, fyrir miðnætti 16. júní og tilgreina:
   • Gerð báts.
   • Nafn skipstjóra (og áhafnar, ef við á).
   • Seglanúmer.
  3. Mótsgjald er 1000 krónur á keppanda og greiðist á skipsstjórafundi í reiðufé.
  4. Keppnisstjórn getur tekið við skráningu allt að skipsstjórafundi. Er keppnisgjald þá 1500 krónur á keppanda og greiðist sömuleiðis á skipsstjórafundi.
 4. Keppnissvæði og brautir
  1. Keppnissvæðið nær til Skerjafjarðar og allra innfjarða hans.
  2. Upplýsingar um brautir verða gefnar á skipsstjórafundi.
 5. Flokkar og verðlaun
  1. Keppt verður í sér flokki fyrir hverja bátsgerð auk opins flokks.
  2. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sæti í hverjum flokki sem minnst þrír bátar hefja keppni í.
  3. Í opnum flokki eru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í flokkum sem ekki veita verðlaun, taki minnst þrír bátar þátt í honum.
  4. Keppnisstjórn kann að breyta flokkum til hagræðis á skipstjórafundi.
 6. Bátar og búnaður
  1. Bátar og búnaður skulu uppfylla skilyrði flokksregla.
  2. Keppnisstjórn getur tekið báta og búnað til skoðunar hvenær sem er meðan á móti stendur.
 7. Ábyrgð
  1. Þátttakendur taka þátt í mótinu algerlega á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn firrar sig allri ábyrgð vegna tjóns, líkamsskaða eða dauða í tengslum við mótið.
Share this Post