Síðsumarmót Ýmis
/ júlí 22, 2009

Við minnum á
Síðsumarmót Ýmis sem fram fer laugardaginn 25. júlí. Það verður sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu móti því þá verður ný og glæsileg aðstaða Ýmis vígð.
Það er vert að nefna að nú geta keppendur lagst að bryggju í Fossvoginum í stað þess að hengja sig á bólfæri og bíða eftir næstu fragt … sem var soldið krúttlegt.