Sumarmót Ýmis
{mosimage}
Sumarmót Ýmis fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 21. júlí. Blíðskapar er kannski vægt til orða tekið.
{mosimage}
Brautin teiknuð, hefðbundin stórskipaleið inn í Fossvog.
{mosimage}
Spekingar diskútera brautina.
{mosimage}
Hæg breytileg átt.
{mosimage}
Bátar koma sér fyrir á startlínu
{mosimage}
{mosimage}
Keppni hafin!
{mosimage}
{mosimage}
Þessi hæga breytilega átt náði þó að koma bátum út fyrir Gróttu en þar stoppuðu sumir og Liljan fór afturá bak.
{mosimage}
Arían ákvað að betra væri að snúa til hafnar og fara á sjálfrennireið inn í Kópavog.
(Myndin er af Lilju, ekki Aríu. Lilju rak stundum afturábka en gafst þó aldrei upp)
{mosimage}
En svo kom smá vindur til að ljúka keppninni. Annars væri henni trúlega ekki lokið ennþá.
{mosimage}
Það er alltaf sólskin á sólpallinum við Ými.
{mosimage}
Hamborgarar grillaðir ofan í veðurhrakta keppendur.
{mosimage}
Sumir voru hreinlega alveg búnir áðí.
{mosimage}
Við erum því miður ekki með tímana en þeir eru einhvers staðar á rólinu 4 til 4 og hálfur klukkutími. Aquarius hafnaði í 3. sæti. Virtust sigla vel, sérstaklega seinni hluta keppninnar.
{mosimage}
{mosimage}
Í öðru sæti var Þerna.
{mosimage}
Í fyrsta sæti Dögun. Það munaði víst ekki nema um einni mínútu á fyrsta og öðru sætinum sem er engin munur eftir 270 mínútna langa keppni við þessar aðstæður.
{mosimage}
Heimsigling
{mosimage}
{mosimage}
Hér eru nokkrar myndir sem Arnar á Liljunni tók.
Dögun og Þerna tóku þann pól í hæðina að sigla utar, milli Akureyjarifs og Gróttu, beita hærra til að geta síðan tekið belginn upp. Það tókst ágætlega utan þess að belgurinn á Dögun losnaði úr upphalinu og fór í sjóinn og upphalið varð eftir uppi. Það var ekki nema um eitt að ræða: „Mission Impossible tvö“. Krækt var, að honum forspurðum, í þann minnst lofthrædda, en samt ofsalega lofthrædda og honum gert að fara upp mastrið, í sjóinn ella. Eina lausa upphalið var pólupphalið sem nær ekki nema uppí mitt mastur. Bara klifra rest með krókstjaka á milli tannanna. „Mission accomplished“ eins og Bush sagði, nema munurinn að Dögun tókst að klára verkið. Um þetta þrekvirki má lesa í næsta bindi af „Þrautgóðir á raunastund“. Þegar er búið að selja kvikmyndaréttinn.
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
Veðrið var bara fallegt.
Við þökkum keppnisstjórn þolinmæðina.
Hér er fyrsta myndin tekin hálftíma eftir start.
{mosimage}
Ef menn hafa frá hetjudáðum að segja eftir þessa þolraun, endilega bætið þeim við hér fyrir neðan.