Sumarstarfið hafið

/ mars 20, 2008

{mosimage}Sumarstarfið er hafið í Portoroz eins og sjá má á þessari mynd sem Jón Ketilsson sendi okkur. Sjálf erum við flest farin að gera klárt fyrir sumarið. Páskarnir eru oftast notaðir af skútueigendum til að kíkja um borð og fara að gera klárt fyrir botnmálningu. Ef veður leyfir og aðrir hlutir eru í lagi þá er auðvitað bara botnmálað og sett á flot. Við minnum skútueigendur á að nota síðuna hér hjá okkur til að spyrja asnalegra spurninga, við besservisserarnir höfum bara gaman af að svara þeim. Margra áratuga sérþekking á skútum er ekki meðfædd, maður þarf að spurja.

Share this Post