Sundin blá

/ september 14, 2011

Það var ótrúlega fallegt veður á Sundunum í þessari Þriðjudagskeppni. Þó ekki hafi hasarnum verið fyrir að fara þá er hvergi betra að vera í svona góðu veðri.

Sex bátar tóku þátt að þessu sinni og þar á meðal var Sæstjarnan. Óhætt er að segja að hennar hafði verið sárt saknað. Viljum við bjóða hana velkomna aftur. Sæstjarnan er traustur og góður bátur eins og Viðar Olsen sýndi svo oft hér áður.

Annars er það af keppninni að segja að báta rak mishratt. Haft var á orði að Dögun hefði bara rekið tiltölulega hratt. Ætli meðalhraðinn hafi ekki verið um 1.0 sjómíla. Áhöfnin á Ögrun sagðist hafa beðið marglittu fyrir skilaboð þegar hún synti framúr þeim. 
Brautin var teiknuð þrír þríhyrningar, Brokey–Engeyjarbauja–Sólfar–Brokey og var hún umsvifalaust stytt niður í einn þríhyrning enda tók það um klukkustund að sigla þessa fallegu leið.

Það er bara svo gaman að sigla … og stefnan er að sigla aftur næsta þriðjudag … ef veður leyfir.


 
 

 

Share this Post