Sunnudagar til sælu

/ febrúar 10, 2014

SunnudagsHittingur_01

Sólin skein skært er sjö sælir siglarar settust saman í sæluhúsi siglingafélagsins við sæinn sunnudaginn síðasta kl. 11. Kaffisopa og smáverkum sinnt, sitthvað skrafað og skeggrætt. Sannarlega skemmtileg stund svo við snúum sjálfsagt aftur sunnudaginn sextánda á sömu stundu. Sjáumst!

Share this Post