Svarthvítur draumur

/ desember 4, 2006

„Dr. Livingstone I presume“ á Stanley að hafa sagt ofarlega við Kongófljótið. Þetta og eitthvað atriði úr breskri bíómynd, liklega frá fimmta áratugnum, atriði með gömlum gufufljótabát, marg kom í hugann þegar við sigldum upp Septik fljótið…

 


Diselvélin á fullu en hraðinn litill. Enginn veltingur, Nálægðin við fuglana, blómin á vatnsbakkanum, sefið og frumskoginn. Þetta, en kanski fyrst og fremst tilbreytingarleysið, kallaði fram þessa óraunveruleika tilfinningu – að ég væri ekki ég, að ég væri atriði úr svarthvitri, gamalli, breskri biomynd. Við staðsettum okkur íi innri hlutanum á beyjunum, nálægt bakkanum, því þar er straumurinn minni. Þar er einnig grynnra svo hættan á að stranda er meiri, en við sluppum við strand á fljótinu.

Hins vegar marg tók niðri þear við ætluðum að leyta næturstaðar við ósinn á norður ströndinni. Úthafsaldan var um hálfur metri á hæð en var orðinn um einn metri þegar hún lyfti sér á grynningunum. Dýptarmælirinn hjá okkur sagði 4,4 metrar svo við heldum að það væru tveir metrar undir bátnum. En þá tók hann niðri. Þetta voru við það að vera hættulegar kringumstæður. Bátinn tekur niðri i öldudölum en næsta alda lyftir honum upp og reynir að færa aðeins nær ströndinni. Kallinn er öllu vanur og gaf í, vélin stór, svo við færðumst utar við hvern öldutopp en ekki innar. Skullum niðri í hverjum öldudal, næstu 10 öldudalina, en það var enginn að sýta það.

Rækjurnar sem við keyptum, ferskvatnsrækjurnar, voru ekki alveg í þeim stærðarflokki sem við þekkjum heima. Fiskurinn úr halanum á þeirri stærstu var 150-200 grömm. Armarnir 30 centimetrar. Þessar storu kostuðu 50 krónur stykkið en þær litlu, svona þrisvar sinnum stærri en stærsti islenski humarinn, kostuðu 25 kronur stykkið. Við keyptum fyrir 500 kall, suðum helminginn og borðuðum okkur pakksadda. Fjórir fullorðnir karlmenn, sumir mathákar. Topp matur. Einhvern vegin er maturinn hérna um borð betri en við fáum á bestu veitingastöðunum í landi. Veiðimaðurinn veiddi þær með færi og öngli, beytti kuðung. Hafði fengið 12 stykki á sex timum. Þokkaleg veiði sagði hann.

kveðjur frá 3 38,3s 143 55,7e 18.11.2006 kl 20:37

Magnús Waage

Share this Post