Það er grundvallarregla að hjálpa í okkar íþrótt.

/ september 3, 2007

Aðeins um kappsiglingareglu 1.1

Þar segir: Sérhver bátur eða keppandi skal veita öllum bátum eða mönnum, sem eru í hættu staddir, alla þá aðstoð sem aðstæður hans leyfa.

Í stuttu máli sagt strandaði bátur í 17 júní keppninni. Áhöfn Bestu ákvað…

hiklaust að fara til aðstoðar þar sem þeim þótti ekki allt með felldu.
„Í úrskurði kærunefndar segir meðal annars: Það er álit kærunefndar að hér sé um grundvallaratriði að ræða, þ.e. að koma mönnum í neyð til aðstoðar… Túlkun alþjóða siglingasambandsins (mál nr. 20) tekur af allan vafa um að það beri að raða Bestu í sæti og það sé alfarið mat þess sem fer til hjálpar hvort hættuástand er.“
Bestu skal raðað í fimmta sæti í keppninni 17.07.2007.

Óhætt er að segja að fagna beri úrskurði þessum þar sem um er að ræða það grundvallaratriði að keppendur hiki ekki við að fara til aðstoðar um leið og þeim sýnist hættuástand vera til staðar.

Of oft hefur það gerst að keppendur hafa siglt áfram, jafnvel framhjá bátum í verulegum vandræðum. Má þar til dæmis nefna tvo Secret 26 báta með brotin möstur í Lokakeppni fyrir nokkrum árum síðan. Keppnisskapið er stundum full mikið.

Þetta er gert svo: Bátur og áhöfn virðist í hættu stödd. Án hiks á keppandi að fara til aðstoðar. Þegar komið er í land, skilar keppandinn sem aðstoð veitti, inn beiðni til keppnisstjórnar um leiðréttingu á stöðu sinni í keppninni. Keppnisstjórn eða kærunefnd setur bátinn síðan í það sæti sem hann var í þegar hann fór til aðstoðar. Þetta er nú bara einfalt mál. Um þetta eru fjölmörg dæmi í kappsiglingum, ma. á Ólympíuleikunum í Seoul.

Í þessari sömu keppni sigldu þrír eða fjórir bátar framhjá öðrum bát sem var strandaður, maður veltir fyrir sér…

Share this Post