Þriðjudagskeppni 22. júlí 2008 – Úrslit
{mosimage}Það var lögð óvenjuleg braut, sem hlaut nafnið Eyjaátta. Startað var á belg í suðvestan vindi við félagsheimilið, siglt vestur og norður fyrir Engey. Þaðan siglt inn Viðeyjarsund, suður og austur fyrir Viðey og svo milli Viðeyjar og Engeyjar og Bankabaujan, Sólfarsbaujan og mark…
Það var áhöfnin á Díu sem bauð uppá þessa skemmtilegu braut og sáu um keppnisstjórn og grill. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Vindur var fínn og hvessti nokkuð með góðum hviðum þegar leið á keppni. Það var kannski engin glæsisigling á bátunum en þetta var virkilega skemmtilegt. Flestir bátar lentu í veseni með belg og önnur segl. Belgskaut á XB húkkaðist úr svo belgurinn blakti eins og fáni. Til að ná honum tóku þeir til þess ráðs að sigla á hann. Einnig flæktist hjá þeim stórskaut sem varð til þess að þeir þurftu að taka niður framsegl meðan unnið var að stórskautinu.
En allir komu þeir aftur…
Bátur | Sigldur | Forgjöf | Leiðréttur | Röð |
Dögun | 1:42:02 | 0.840 | 1:25:42 | 1 |
Lilja | 1:30:56 | 0.986 | 1:29:40 | 2 |
Aría | 1:30:00 | 1.020 | 1:31:48 | 3 |
Ögrun | 1:32:24 | 1.009 | 1:33:14 | 4 |
XB | 1:36:36 | 1.055 | 1:41:55 | 5 |