Þriðjudagskeppni – Bongó blíða og næs sigl

/ júlí 3, 2007

{mosimage}


Sól, segl og sjór útum allt!

Það tóku þátt um sjö eða átta bátar og annar eins fjöldi krúsaði um Sundin. Veðurfræðingar, allir nema Siggi okkar á Aríunni höfðu spáð logni um kl. 19. Keppnisstjórn (áhöfnin á Dögun) var því rög að senda skúturnar upp að Akureyjarrifi. En Siggi fullvisaði hana um að það væri sko í lagi. Og það stóðst að sjálfsögðu, fínn vindur alla keppnina.{mosimage}


Þremur mínútum í start skrensaði Emil inn á planið við félagsheimilið. Einni og hálfri mínútu fyrir start var Emil kominn um borð í Bestuna, hoppaði um borð frá vitanum!!!

{mosimage}


… samt náði Bestan besta startinu. Ef myndin prentast vel má sjá kjölfar Bestunnar, frá vitanum og afturfyrir startlínu.

{mosimage}


… Besta startið…

{mosimage}


Eftir keppni grillaði Orri margar pylsur ofaní svanga maga.

{mosimage}


… margar, margar pylsur.

{mosimage}


… margar, margar, margar pylsur.

{mosimage}


Tóti tilkynnti úrslitin.

{mosimage}


Úrslitin verða birt fljótlega. Maggi Ara hefur trassað að setja inn úrslitin í margar vikur og skammast sín rosalega.

{mosimage}


Ingvar lætur sólargeisla leika ljúft við vanga.

{mosimage}


Jón Búi kynnti Akraneskeppnina.

Share this Post