Þriðjudagskeppnir – NOR

/ maí 14, 2007

{mosimage}Þriðudagskeppnir sumarsins


Ágætu siglarar


Þá byrja þriðudagskeppnirnar á morgun. Síðasta sumar var oft fámennt á þriðudagskvöldum og höfum við gert nokkrar breytingar á fyrirkomulagi sem vonandi verður til þess að sjáum fleiri bátar taka þátt í sumar….



Í fyrsta lagi er nú öllum heimil þáttaka hvort sem menn eru skráðir í siglingafélag eða ekki og bátar þurfa ekki að vera með gilda forgjöf til að taka þátt. Með þessum breytingum vonumst við til að sjá báta sem ekki hafa verið með hingað til því nú þarf ekkert að gera nema bara mæta á startlínuna. Við munum úthluta þeim bátum sem ekki eru með gilda forgjöf eina slíka, en hún gæti orðið eitthvað lakari en alvöru forgjöf (svona til að hvetja menn til að fá sér gilda forgjöf)


Í öðru lagi þá ætlum við að byrja fyrr en verið hefur, kl 18 fyrir hægasta flokk, en er það gert til þessa að reyna að snúa á hafgoluna. Einnig erum við með ýmis tímamörk til að koma í veg fyrir að keppni dragist fram eftir öllu kvöldi. Hugmyndin er sú að reyna að koma bátum nokkurn veginn sama tíma í mark og fá síðan allar áhafnir saman upp í hús í verðlaunaafhendingu.


Í þriðja lagi þá ætlum við að breyta verðlaunafyrirkomulaginu á þann hátt að í lok hverrar keppni verða sigurvegurum veitt farandverðlaun sem þeir geta stoltir flaggað fram á næsta þriðjudag. Þá er annaðhvort að verja sigurlaunin eða afhenda nýjum sigurvegara. Sá bátur sem sigrar oftast yfir sumarið á síðan von einhverju góðu á lokahófi Brokeyjar í haust. (og jafnvel þeir bátar sem lenda í öðru og þriðja sæti)


Við ætlum fyrst og fremst að reyna að hafa gaman af þessu í sumar. Þetta eru æfingakeppnir sem þar sem alvaran er í öðru sæti. Tilvalið tækifæri fyrir áhafnir til að stunda ýmiskonar tilraunastarfsemi sem kannksi ekki er hættandi á í alvöru mótum sumarsins.


Bestu kveðjur með bros á vör

Keppnisstjórn Brokeyjar

Æfingakeppnir Brokeyjar í kjölbáta siglingum sumarið 2007

Tilkynning um keppni NOR

Æfingakeppnir Brokeyjar, Siglingafélags Reykjavíkur verða haldnar á sundunum við Reykjavík 15. maí til 11. september.

1 Reglur

Keppt verður samkvæmt:

a) Kappsiglingareglum ISAF 2005 til 2008

b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL

c) Kappsiglingafyrirmælum sem kynnt eru á skipstjórafundi fyrir hverja keppni

2 Þátttökuréttur


Öllum er heimil þáttaka, hvort sem þeir eru skráðir í siglingafélag eða ekki


3 Skráning


Skráning skal fara fram í hátíðarsal Brokeyjar áður en keppni hefst


4 Þátttökugjald


1.800 kr á bát fyrir hverja keppni


5 Forgjöf


Keppt er samkvæmt IRC forgjöf og skulu bátar framvísa gildu mælibréfi. Bátum sem ekki hafa gilda forgjöf verður úthlutað forgjöf


6 Tímaáætlun


Start í hægasta flokki kl. 18:00 síðan verða seinni flokkar einn eða tveir í viðbót ákveðnir í samræmi við forgöf. Miðað er við að keppni taki almennt um tvo tíma

Fyrsti bátur skal vera kominn í mark kl. 21:00, annars er keppi sjálfkrafa aflýst.

Síðasti bátur skal vera kominn í mark kl. 22:00, annars er hann sjálfkrafa úr leik.

Hver bátur skal vera kominn í mark einni og hálfri klukkustund á eftir fyrsta bát, annars er hann úr leik.


7 Ábyrgð


Allir sem taka þátt gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í keppni.


8 Verðlaunaafhending


Farandverðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti að lokinni hverri keppni í hátíðarsal Brokeyjar.

Share this Post