Til baka á nýju meti
Hafnfirðingarnir á Ísmolanum sigldu til Hafnarfarðar á nýju meti í gær. Þeir sigldu leiðina frá Reykjavíkurhöfn til Hafnarfjarðarhafnar á einni klukkustund fjörtíu og sex mínútum og átta sekúndum. Þetta var framkvæmt án þess að setja upp belgseglið. Þeir voru að vonum ánægðir áhöfnin og reyndar fleyri áhafnir sem sigldu leiðina á mjög skömmum tíma. Röð báta var þessi: 1. Ísmolinn, 2. Dögun, 3. Lilja, 4. Xena, 5. Sigurvon. Þá síðastnefndu vantar reyndar í úrslitin sem má nálgast á heimasíðu Þyts, með því að smella á merkið þeirra hér vinstramegin á síðunni.
Hérna eru nokkrar myndir af ráslínunni um morguninn. Þar var töluverður strekkingur eins og sjá má.