Tilkynning um Íslandsmót kjölbáta 2013

/ ágúst 1, 2013

Íslandsmót kjölbáta 2013

14.–18. ágúst 2013
Brokey – Siglingafélag Reykjavíkur
Keppt verður á hafnarsvæði Reykjavíkurhafnar (ytri höfninni)

Tilkynning um keppni

1. Reglur

Keppt verður samkvæmt:

  1. Kappsiglingareglum ISAF
  2. Kappsiglingafyrirmælum SÍL
  3. Kappsiglingafyrirmælum mótsins

2. Auglýsingar
Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum.
Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði.

3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL. Ath. að kjölbátum sem skráðir eru sem dagbátar er heimil þátttaka.

4. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 þriðjudaginn 13. ágúst með tölvupósti á keppni@brokey.is. Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda í áhöfn með skipstjóra, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir.
Þó er hægt er að skrá allt fram að skipstjórafundi, en þá hækkar þátttökugjald.

5. Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern áhafnarmeðlim er 3.500 kr.
Gjaldið hækkar í 4.500 kr. ef skráning berst eftir kl. 21:00 þriðjudaginn 13. ágúst.

6. Tímaáætlun

15. ágúst:

  • Móttaka þátttökugjalds og áhafnarlista og afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 16:00–17:00 í félagsheimili Brokeyjar á Ingólfsgarði.
  • Skipstjórafundur kl. 17:00.
  • Fyrsta viðvörunarmerki 17:55.
  • Ekki verður ræst eftir kl. 22:00.

16. ágúst:

  • Skipstjórafundur kl. 13:00.
  • Fyrsta viðvörunarmerki 13:55.
  • Ekki verður ræst eftir kl. 22:00.

17. ágúst:

  • Skipstjórafundur kl. 09:00.
  • Fyrsta viðvörunarmerki 09:55.
  • Ekki verður ræst eftir kl. 16:00.

18. ágúst:

  • Sunnudagurinn er til vara og verður aðeins siglt ef ekki tekst að ljúka sex umferðum fyrir lok keppni á laugardegi.
  • Stefnt er að a.m.k. sex umferðum í mótinu, náist það ekki telst því þó lokið.

7. Mælingar
Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta.

8. Kappsiglingafyrirmæli
Kappsiglingafyrirmæli verða afhent fyrsta keppnisdag.

9. Keppnissvæði
Keppt verður á sundunum við Reykjavík.

10. Keppnisbrautir
Keppnisbrautum verður lýst í kappsiglingafyrirmælum.

11. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
Ef kepptar verða fimm eða færri umferðir, reiknast allar til stiga, annars kastar hver keppandi sinni lökustu keppni.

12. Samskipti
Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 17 til samskipta.

13. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og miðað við sex í áhöfn. Sigurvegari keppninnar hlýtur farandbikar og titilinn „Íslandsmeistari í kjölbátasiglingum árið 2013“.

14. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Brokeyjar strax og úrslit verða ljós að lokinni síðustu umferð mótsins.

15. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

16. Tryggingar
Allir bátar skulu hafa gilda ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila.

17. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar veitir Jón Pétur Friðriksson í síma 694 2314 eða með tölvupósti á jp.fridriksson@gmail.com

 

Brokey – Siglingafélag Reykjavíkur
Ingólfsgarði, 101 Reykjavík
Sími: 552 8272

Share this Post