Tilkynning um Lokamót

/ september 12, 2006

{mosimage}Hér er komin tilkynning um Lokamót fyrir Kænur og Kjölbáta sem fram fer laugardaginn 16. september. Ljóst er að hart verður barist, því sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mjótt á mununum.


Tilkynning um lokamót


Kænur og kjölbátar


16. september 2006

Mótshaldari

Lokamót verður haldið laugardaginn 16. september 2006 og er mótið í umsjón Siglingafélagsins Ýmis og undir eftirliti Siglingasambands Íslands.

Reglur

Í gildi eru Alþjóða kappsiglingareglurnar 2005-2008, Kappsiglingafyrirmæli SÍL, (nema því sem kann að verða breytt með kappsiglingafyrirmælum mótsins) og kappsiglingafyrirmæli sem gefin verða út fyrir mótið.

Flokkar

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:


· Kjölbátar með IRC forgjöf


· Laser


· Optimist

Skráning

Skráning fer fram á skipstjórafundi, æskilegt er að forskrá með tölvupósti kjartan@rb.is.


Keppnisgjald kr. 1.000.- á mann skal greiða á skipstjórafundi, innifalið er kaffi og meðlæti í lok keppni.

Tímaplan

· kl. 10:00 Skipstjórafundur fyrir kjölbátaflokk í félagsheimili Brokeyjar á Ingólfsgarði.


· kl. 11:00 Ræst keppni kjölbáta frá Reykjavíkurhöfn.


· kl. 12:30 Skipstjórafundur fyrir Optimist og Laser flokk í félagsheimili Ýmis við Vesturvör.


· kl. 13:00 Ræst keppni Optimist og Laser.


· Eftir keppni verða kaffiveitingar í félagsheimili Ýmis og verðlaunaafhending fyrir alla flokka.

Brautir

Kjölbátar starta á ytri höfninni í Reykjavík og sigla yfir í Fossvog.


Laser og Optimist sigla þríhyrningsbraut á Skerjafirði.

Kappsiglingafyrirmæli

Kappsiglingafyrirmæli verða afhent á skipstjórafundi.

Íslandsbikar

Í kjölbátaflokki gildir mótið til Íslandsbikars og hefur stuðulinn 10.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki.

Share this Post