Þjálfaranámskeið

/ apríl 29, 2011

Í vor verða haldin tvö þjálfaranámskeið annars vegar verður haldið námskeiðið Leiðbeindandi  fyrir nýja þjálfarar og þá sem vilja byrja að kenna siglingar. Námskeiðið verður haldið helgina 21-22.maí í Siglunesi við Nauthólsvík í Reykjavík. Kennari á námskeiðinu verður einn reyndasti siglingakennari landsins Óttarr Hrafnkelsson.
Framhaldsnámskeið verður síðan haldið helgina á eftir 28-29.maí og ætlað þjálfurum sem hafa reynslu af þjálfun á síðasta sumri. Námskeiðið fer fram á ensku og kennari á því er Tom Wilson sem við þekkjum af góðu frá æfingabúðum SÍL í fyrra. Námskeiðið fer fram í aðstöðu Siglingafélagsins Ýmis Í Kópavogi.
Námskeiðsgjald er 10.000,- kr
 
Nánari upplýsingar og skráning er um netfangið:  sil@isisport.is
 
Úlfur H. Hróbjartsson, Formaður Siglingasambands Íslands.

Share this Post