Þjóðhátíðarmót 17. júní

/ júní 11, 2010

Brokey stendur fyrir siglingamóti þjóðhátíðardaginn 17. júní, líkt og fyrri ár. Keppt verður á brautum í víkinni framan við Sæbrautina og Reykjavíkurhöfn og hefst keppni klukkan þrjú síðdegis. Spáin hljóðar upp á þurra og heita vestanátt og gæti því orðið mikið fjör. Myndin er frá keppninni í fyrra þar sem oft gekk mikið á.

Smellið á ‘nánar’ til að skoða kappsiglingafyrirmæli:

ÞJÓÐHÁTÍÐARMÓT

17. júní 2010

Haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur, Brokey á sundunum við Reykjavík

TILKYNNING UM KEPPNI

1 Reglur
Keppt verður samkvæmt:

a) Kappsiglingareglum ISAF 2009 til 2012
b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins.

2 Auglýsingar
Auglýsingar eru leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum.

3 Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.

4 Þátttökugjald
Ekkert þátttökugjald er í keppninni en ætlast er til þess að bátar skrái sig til keppni með fyrirvara.

5 Tímaáætlun
17. júní:

Afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 13:30 – 14:00.
Skipstjórnafundur kl. 14:00.
Viðvörunarmerki kl. 14:55

Tímasetningar geta breyst og eru tilkynntar á skipsstjórafundi, eða gegnum talstöð (rás 6 á VHF) ásamt merkjafánum. Keppni getur verið felld niður eða frestað til annars dags samkvæmt ákvörðun keppnisstjórnar.

6 Mælingar
Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta.

7 Kappsiglingafyrirmæli
Kappsiglingafyrirmæli verða birt á vefsíðu Brokeyjar, brokey.is.

8 Keppnisbraut
Keppt verður á sundunum við Reykjavík. Keppnisbrautir verða kynntar á skipstjórnarfundi. Sigldar verða þrjár umferðir umhverfis baujur á sundunum við Reykjavík.

Keppnisstjórn getur breytt braut, stytt, eða breytt stefnu að næsta merki. Slík tilkynning fer fram í VHF talstöð á rás 6.

9 Skráning
Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 16. júní með athugasemdum við viðkomandi frétt á brokey.is eða með því að hringja í keppnisstjóra (sjá grein 14). Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda áhafnarmeðlima, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir.

10 Stigakerfi
Keppnin veitir ekki stig til Íslandsbikars.

11 Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.

12 Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Brokeyjar á Ingólfsgarði strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.

13 Ábyrgð og tryggingar
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu. Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.

14 Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá keppnisstjórum, Kjartani Ásgeirssyni í síma 698 7373 og Áka G. Karlssyni í síma 821 3853.

Share this Post