Þjóðhátíðarmótið 2011 – úrslit og myndir

/ júní 18, 2011

Þjóðhátíðarmótið var stutt og laggott. Um það leyti sem skipstjórafundur var haldinn var nánast logn og óttuðust keppnisstjórar að fresta þyrfti keppni. Þó var lögð braut, trúlega stysta braut sumarsins, þríhyrningur–pulsa. En rétt þegar keppni hófst frískaðist vindur og keppnin kláraðist á augnabliki, á rétt um 40 mínútum. 

Formaður ÍTR, Eva Einarsdóttir heiðraði keppendur með nærveru sinni og afhenti verðlaunin. 

 

 

Vindur snérist meira til norðurs en hér er sýnt og því varð aðeins einn belgleggur og margir leggir með rétt framan við þvert. 

Ögrun átti besta startið en Sigurvon átti besta fyrsta legg, það fór ekki framhjá neinum.

 

Áhöfnin á Ögrun hlaut bronsið. 

 

Silfrið hlaut áhöfnin á Sigurvon

 

 

Og gömlu kempurnar á Dögun hrósuðu sigri. 

 

Share this Post