Þjóðhátíðarmyndir

/ júní 18, 2008

Þjóðhátíðarkeppnin fór fram með glæsibrag. Kannski hefðu mátt vera fleiri þátttakendur en vindur var hressilegur og aðeins fyrir alvöru siglara að taka á veðurhamnum. Myndirnar hér á eftir lýsa þessu kannski best.

Ræst var á sjó framan við Sólfarið og sigld klukkutíma keppni. Vitað er að sumir naga sig í handarbökin hvort þeir hefðu átt að setja belgseglið upp fyrr. Til að sjá hverjir það eru þá er hægt að skoða tímana í keppninni hér í næstu frétt fyrir neðan.

Share this Post