Tjón um síðustu helgi

/ mars 17, 2015

Það er ljóst að við sluppum ekki tjónlaust með báta og búnað þennan veturinn. Í Nauthólsvík var veðurhamurinn svo mikill að það eru sandöldur fyrir utan aðstöðuna okkar. Bílskúrshurðin gaf eftir og brot kom í hana miðja. Hleri inn í portið á bak við hús fauk upp og brotnaði ásamt því að rúður fuku úr og bátar í portinu færðust til.

Í Snarfara þá skemmdist ISIS töluvert eftir að hafa fallið á hliðina og við það fall virðist sem mastrið hafi farið utan í mastrið á DÍS sem brotnaði.

Í Gufunesi er ekki annað að sjá en menn hafa lært af reynslu síðustu ára því allir bátar eru vel strappaðir niður og allt í góðu lagi með alla báta.

IMG_20150314_123114

IMG_20150314_123109

IMG_20150314_123055

IMG_20150314_123123

IMG_20150314_123151

IMG_20150314_123205

IMG_20150315_140219

IMG_20150315_140232

IMG_20150315_170442

IMG_20150315_170459

IMG_20150315_170519

IMG_20150315_170622

IMG_20150315_170702

IMG_20150315_170730

IMG_20150315_173308

IMG_20150315_173326

IMG_20150315_173414

IMG_20150315_173517

Share this Post