Þórarinn valinn siglingamaður ársins

/ janúar 6, 2010

Brokeyingurinn Þórarinn Ásgeir Stefánsson, betur þekktur sem Tóti á Dögun, hlaut viðurkenningu sem siglingamaður ársins 2009 á hófi ÍSÍ í gær. Hann má heita vel að titlinum kominn enda skipstjóri á ótvírætt sigursælustu skútu Íslands síðustu tvö ár. Hjartanlega til hamingju, Tóti!

Hér fyrir neðan er ljósmynd frá hófinu fengin að láni af vef ÍSÍ. Siglingamaður ársins er þessi glaðhlakkalegi, órakaði fyrir miðri mynd. Nöfn annarra íþróttamanna og -kvenna ársins er að finna hér.

Share this Post