Þriðjidagur

/ maí 30, 2012

 

Já, nú kannast maður við þriðjudagana, lægir með kvöldinu. Það byrjaði með nokkuð stífum vindi, um 10 m/s. Nokkrir bátar rifuðu segl og aðrir hölluðu helst til mikið. Áhafnir eru greinilega að dusta vetrarrykið af handtökunum. Í Suð-austanáttinni bauð áhöfnin á Dögun uppá brautina Brokey-Sólfar-Sjöbauja-Sólfar-Pálsflaga-Sólfar-Brokey. Einn og hálfur tími fyrir fyrstu báta, en þar sem heldur lægði tók það tæpum 50 mínútum lengri tíma fyrir þá rólegu. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tala um tvö stört en það má virkilega skoða það, það hafa allir gaman af því. Örlítið meiri vinna fyrir keppnisstjóra en það er ekki eins og það sé svo flókið. 

Úrslit og myndir frá keppninni má sjá undir „Nánar“.


Tekinn var millitími við Sólfarið eftir Sjöbaujuna.

 
Á skrifstofu keppnisstjórnar er að sjálfsögðu palesander og mjúkir Chesterfield-sófar. 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Share this Post