Þriðjudagar eru skemmtilegir

/ júní 22, 2007

Nú þegar nokkuð er liðið á sumarið hefur verið ákveðið að halda áfram að keyra eftir sama kerfi og síðastliðin sumur með keppnisstjórn. Það er að segja að hver skúta tekur að sér keppnisstjórn í að minnsta kosti einni keppni. Búast má við að enginn ófrægari en skipsstjórinn á Besta, sem sigraði síðasta sumar, haldi á fánum og blási í lúðra næsta þriðjudag. Enda hlýtur að vera eðlilegt að hann sé fyrstur í röðinni og svo má væntanlega ganga á röðina. Þannig að þarnæst er sú skúta sem var önnur að stigum og svo koll af kolli.

 

Share this Post