Þriðjudagskeppni 15. júní 2010

/ júní 16, 2010

Þetta var lognkeppni eins og sést á tímunum. Áhöfnin á Aquarius bauð upp á skemmtilega stjörnubraut um baujur í Víkinni og við Viðey. Vindur var lítill í startinu og fór þverrandi eftir því sem á leið enda röðuðust bátarnir í sæti eftir því hvenær þeir komu í mark. Þegar Dögun skreið yfir endamarkið eftir langa dvöl í kyrrabeltinu urðu almenn fagnaðarlæti, enda hinir búnir að gæða sér á pulsum og orðnir langeygir eftir úrslitum.

Smellið á ‘nánar’ til að skoða úrslitin:


 

Share this Post