Þriðjudagskeppni 16. júní – Úrslit

/ júní 16, 2009

Það blés hressilega, allt uppí 30 hnúta [breytt], 15 m/s, þetta þriðjudagskvöldið. Sigldur var lítill hringur innan eyja og einn Jói. Brautin var í boði Ögrunar. Margir áttu í basli en engin skemmdi neitt, alla vega ekkert sem menn vildu viðurkenna. Þrátt fyrir tvo góða belgleggi treysti engin sér til að skella upp belg. 

 Sæti   Bátur   Sigldur   Forgjöf   Leiðréttur 
 1  Xena  1:30:15   1,053  1:35:02
 2  Dögun   1:55:44  0,840  1:37:13
 3  Lilja  1:40:50  0,982  1:39:01
 4  Sigurvon   1:53:00  0,950  1:47:21
 5  Ásdís  2:42:57  0,840  2:16:53
 6  Día      DNF

 

Share this Post