Þriðjudagskeppni 28. júlí 2009 – úrslit

/ júlí 28, 2009

Aldrei þessu vant skein sólin ekki þetta þriðjudagskvöldið, heldur var léttur rigningarúði. Það dró nú ekki úr ánægju keppenda sem sigldu margsnúna braut sem Xena bauð uppá. Allir leggir sköruðust við aðra leggi þannig að bátar mættust margsinnis. Keppnin hófst í frískum vindi en gamalkunnugt þriðjudagslogn lagaðist yfir sundin seinni hluta keppninnar. Til að tryggja að allir kæmust nú örugglega yfir línuna var þyrla landhelgisgæslunnar fengin til að blása í síðustu seglin.
 
 Bátur   Sigldur       Forgjöf      Umreikn.   Sæti 
 Xena  1:21:07   1.053  1:25:25  1
 Dögun  1:42:07  0.840  1:25:47  2
 Aquarius   1:30:20  0.998  1:30:09  3
 Sigurborg      1:39:23  0.950  1:34:25  4
 Sigurvon  1:40:17  0.950  1:35:16  5
 Lilja  1:37:34  0.982  1:35:49  6
 Ögrun  1:51:31  1.008  1:52:25  7
Share this Post