Þriðjudagskeppni 29. júní 2010

/ júní 30, 2010

Þetta var stutt og laggóð þriðjudagskeppni. Spáin leit heldur illa út með logn í öllum kortum þannig að keppnisstjórn þorði ekki öðru en leggja tvo stutta þríhyrninga. Þegar til kom hélst ágætur 3-4 m/s vindur allan tímann svo bátarnir voru ekki nema um klukkutíma að sigla brautina sem áætluð var ca. þrjár sjómílur. Eftir á að hyggja hefði því verið skynsamlegt að vera með aukahring til vara. Þetta var hins vegar hörkuspennandi keppni og slegist um sætin (eins og sést á tímunum). Bátar voru oft nálægt hverjir öðrum og stálu vindi á stjórn og bak.

Hérna er myndband af Siglingarásinni sem sýnir startið. Margir bátar voru eitthvað að gaufa langt fyrir innan þegar flautið kom.

Smellið á ‘nánar’ til að skoða úrslitin.

Bátur Sigldur Forgjöf Leiðréttur R Δ
Dögun 0:53:06 0.840 0:44:36 1  
Lilja 0:46:43 0.983 0:45:55 2 0:01:19
Sigurborg 0:48:51 0.944 0:46:07 3 0:00:12
Dís 0:47:09 1.018 0:48:00 4 0:01:53
Aquarius 0:48:08 0.999 0:48:05 5 0:00:05
Ísmolinn 0:49:22 1.042 0:51:26 6 0:03:21
Stjarna 1:04:38 0.868 0:56:06 7 0:04:40
Ásdís 1:08:29 0.824 0:56:26 8 0:00:20

Stjarnan mætti í fyrsta skipti í sumar með nýrri áhöfn. Þeir voru í smávandræðum með bátinn í startinu og fóru yfir línuna um sjö mínútum eftir flaut. Við reiknuðum út að hefðu þeir náð fullkomnu starti hefðu þeir verið í sjötta sæti. 

Share this Post