Þriðjudagskeppni 4. ágúst – úrslit

/ ágúst 5, 2009

Áhöfnin á Lilju bauð uppá örlítið snúna braut, en samt ekki svo að menn gætu ekki lagt hana á minnið. Þó styttu tveir bátar sér leið, slepptu bauju þó þeir hefðu marga báta á undan sér til að vísa veginn. Þetta voru Secretarnir Sigurborg og Sigurvon …

Það var mjög misvinda þennan þriðjudaginn, velfrískur vindur og á milli dúnalogn … alla vega hjá sumum. Brautin var enda hönnuð með styttingu í huga. Til þess kom ekki … fyrir utan þessa tvo.

Ögrun sigldi fantavel og var fremsti bátur nánast allan fyrsta hluta keppninnar. Eftir fyrsta hluta brautarinnar var tekinn millitími. Xena var í fjórða sæti (á umreiknuðum) og Dögun í sjötta. Það átti allt eftir að breytast og þar virðist taktík hafa spilað stóra rullu, því þeir bátar sem fóru með landi upp að Pálsflögu unnu mjög á bátana sem sigldu dýpra. Eftir Pálsflögu átti að taka hina dramatísku Engeyjarrifsbauju sem Stig er svo hræddur við að hann bara sleppti henni.

 Bátur   Sigldur   Forgjöf   Umreikn   R 
 Xena  1:32:10   1,053  1:37:03  1
 Dögun   1:57:36  0,840  1:38:47  2
 Aquarius   1:40:22  0,998  1:40:10  3
 Ögrun  1:39:56  1,008  1:40:44  4
 Dís  1:50:23  1,019  1:52:29  5
 Sigurborg   DSQ      7
 Sigurvon  DSQ      7

 

Share this Post