Þriðjudagskeppni 7. júlí – úrslit

/ júlí 7, 2009

Það var áhöfnin á Dís sem bauð uppá létt tilbrigði við öfugan Jóa, start við Sólfar, Brokey, Hjallasker, Akureyjarrif, Brokey. 

Vindur var fínn og hélst stöðugur alla keppnina, hlýtt og bjart, einn af þessum dögum sem það er bara svo gaman að sigla.

Það var gaman að sjá Gullu grönnu úr Siglunesi. Henni var úthlutað sömu forgjöf og Sigurvon og baráttan var hörð á milli þeirra. Ýmislegt fór úrskeiðis hjá þeim, erfitt að koma upp belg og klifra þurfti upp í mastur til að sækja belgupphalið. En það er einmitt kosturinn við klúður, maður lærir svo mikið af þeim.



 

Bátur Sigldur Forgjöf Leiðréttur R Bil milli báta
Xena 01:20:15 1,053 01:24:30 1  
Dögun 01:42:34 0,840 01:26:09 2 00:01:39
Aquarius 01:27:43 0,998 01:27:32 3 00:01:23
Lilja 01:32:44 0,982 01:31:04 4 00:03:31
Ögrun 01:32:19 1,008 01:33:03 5 00:01:59
Gulla Granna 01:44:52 0,950 01:39:37 6 00:06:34
Sigurvon 01:45:19 0,950 01:40:03 7 00:00:26

 

 

Share this Post