Þriðjudagskeppnir á miðju sumri

/ júlí 2, 2009

Eftir langa umhugsun um hvernig best sé að skipta keppnisstjórn á milli báta yfir sumarið hefur keppnisstjóri komist að niðurstöðu.

 


Þegar sumarið er hálfnað, það er að segja þegar níu keppnir eru búnar, þá verður raðað aftur upp á nýtt.

 

Aðferðin er einföld; níu fyrstu bátunum er raðað í þeirri röð sem þeir eru þann 7. júlí. 

Rökstuðningur:

1. Tilgangurinn er að halda aðeins í hálsmálið á þeim sem best gengur í þriðjudagskeppnaröðinni og gefa þannig byrjendum tækifæri til að standa sig.

2. Mjög erfitt er að hafa listann lengri því þeir sem aftar eru, hafa kannski komið í eina keppni og ekki er hægt að fá þá til að stjórna keppni.

3. Kerfið þarf að vera einfalt og auðskilið og þannig að menn muni það.

 

9 7. Júlí Dís Hjörtur 893 9266
10 14. Júlí 1. Sæti Kemur í ljós
11 21. Júlí 2. Sæti Kemur í ljós
12 28. Júlí 3. Sæti Kemur í ljós
13 4. Ágúst 4. Sæti Kemur í ljós
14 11. Ágúst 5. Sæti Kemur í ljós
15 18. Ágúst 6. Sæti Kemur í ljós
16 25. Ágúst 7. Sæti Kemur í ljós
17 1. Sept. 8. Sæti Kemur í ljós
18 8. Sept 9. Sæti Kemur í ljós

 

 

Share this Post