Þriðjudagur 2. september – úrslit og myndir

/ september 2, 2008

Það ætlar engan endi að taka þetta bestasta sumar á Íslandi. Það var sérdeilis ljúft veður fyrir notalega siglingu um sundin.
Það var áhöfnin á Ögrun sem bauð uppá óvenju einfalda braut sem flestir gátu lagt á minnið…

Tveimur bátum varð það á að þjófstarta. Aría var annar þeirra og sinnti ekki stöðvunarmerkjum heldur stakk af á ofsahraða. Þeir voru loks gómaðir við marklínu og voru umsvifalaust „diskaðir“. Gott ef þeir fengu ekki punkt í pungaprófið.

Annað bar það helst til tíðinda að áhöfnin á Dögun var úti að aka. Áhafnir hinna bátanna höfðu munstrað þrjú tálkvendi í áhöfn Dögunar. Áætlunin tókst. Þetta var meira en fáliðuð áhöfn Dögunar réð við, þeir voru bara tveir í þetta sinn. Áhöfnin á Díunni sigldi framhjá þeim rétt undir Viðey. Þá var áhöfnin önnum kafin við allt annað en að sigla. Þeir nenntu ekki einu sinni að taka upp belg fyrr en á beitileggnum eftir belglegginn. Stuttu síðar rakst Dögun á Sjöbaujuna. Áhöfnin mundi ekki hvort þeir áttu að taka baujuna á bakborð eða barborð. Áhöfnin skreiddist upp og tók refsihring áður en aftur var haldið á barborð. Sem betur fer gleymdu meyjarnar bíkiunum, annars væri Dögun núna strand einhvers staðar.

Bátur Sigldur Forgjöf Leiðréttur Röð
Aquarius 1:23:53 1.000 1:23:53 1
X-B 1:21:15 1.055 1:25:43 2
Dís 1:24:04 1.020 1:25:45 3
Lilja 1:27:20 0.986 1:26:07 4
Dögun 1:49:59 0.840 1:32:23 5
Día 2:01:43 0.801 1:37:30 6
Ásdís 2:11:20 0.840 1:50:19 7
Aría 1:27:03 1.020 1:28:47 DSQ

Share this Post