Þriðjudagur 7. september – myndir og úrslit

/ september 8, 2010

Þessi síðasta þriðjudagskeppni sumarsins var um margt óvenjuleg. Í fyrsta sinn voru siglingar óheilsusamlegar þar sem þykkt og mikið öskuský lá yfir Reykjavík, langtum þykkara en heilsusamlegt þykir, svo þykkt að rétt grillti í Viðey. Svo þykkt var skýið að bátarnir komu mattir að bryggju og áhafnirnar hóstandi rykskýi. Í annan stað var brautin breytileg þar sem Sólfarsbaujuna rak í átt að Brokeyjarbauju. Afar tillitssamt og drengilegt af þeim Xenumönnum við þá báta sem hægar fara og til eftirbreytni. Siglingar eru að sönnu heiðursmannaíþrótt. Þetta stytti brautina eftir því sem á leið. Í þriðja lagi skal því ljóstrað upp að Brokey hefur tekið í gagnið nýjan keppnisstjórakafbát, þaðan sem þessar myndir eru teknar, í gegnum sjónpípuna.

Það sem ekki telst til tíðinda er að brautin og keppnin var skemmtileg. Annað sem heldur ekki telst til tíðinda er að vindur var mjög breytilegur. Margir bátar hófu keppni með rifuð segl en um miðja keppni var útlit fyrir að keppnin myndi standa fram yfir miðnætti. En til allrar hamingju fór að blása aftur.


 
 
 
 
 

 

Share this Post