Þriðjudagur hinn fyrsti

/ maí 16, 2012

Það var ansi napurt í fyrstu Þriðjudagskeppninni en þær voru ekki að láta það aftra sér, áhafnirnar á Ögrun og Dögun. Manni hlýnaði líka þegar maður hamaðist í spottunum og þóttist gera eitthvað. Stífur vindur var lengst af og tvö rif í seglunum. En svo leit út fyrir að þriðjudagsheilkennið ætlaði að taka sig upp og keppnin enda í logni. Sem betur fer slapp það til og allir komu þeir aftur.

Nokkrir gestir mættu á skipstjórafund og var þeim deilt á bátana. Þó vindurinn hafi kannski ekki verið byrjendavindur skemmtu þeir sér konunglega og ætla að koma aftur.

Áhöfnin á Ögrun fer með keppnisstjórn næsta þriðjudag og lofar að það verði pulsur og hlýr vindur. 

Hér fylgja nokkrar myndir sem keppnisstjórnin tók, áhöfnin á Lilju.  

 

 

 

 

 

 

 

 

Share this Post