Þriðjudagur – myndir

/ júlí 17, 2008

Meðan við bíðum eftir úrslitunum frá síðasta þriðjudegi skoðum við myndirnar sem Áki á Díu tók á símann sinn.
Myndirnar vitna um að Aquarius er kominn með mastur og farinn að sigla. Allur siglingaheimurinn fagnaði því svo undir tók í fjöllunum. Þeir eiga eftir að stilla mastrið og voru ekki með fokku …

fyrir þennan vind svo fyrsta keppnin gekk brösuglega. Einnig kenndi nokkurs stirðleika við niðurtöku spinnakers. En það verður bara uppá við … mastrið … vonandi.
Aðrir áttu sosum ekki hnökralausa siglingu heldur. Margir spinnakerar hengu til þerris eftir keppnina. Dögun ákvað að taka Engeyjarrifsbaujuna tvisvar svo hægt væri að taka tvo millitíma á hana.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>