Þriðjudagur númer þrjú

/ júní 15, 2011

Eins og svo oft áður fengum við sýnishornavind, vind úr öllum áttum og af mismunandi styrk. Það er nú ekki verra, það þýðir að það þarf að halda vöku og vera lifandi á seglunum. Það þýðir líka að siglingin verður kaflaskipt eins og vel sást í þessari keppni. Sigldur var réttur Jói með aukakrók út í Pálsflögu. Bátar skiptust á að vera með forystu en að endingu sigraði Dögun. En nú róa menn að því öllum árum að hemja þá með refsiforgjöfum og annarri ólyfjan. Þannig fæst meiri spenna og kannski lenda þeir í neðsta sæti næst.

Þessar myndir tók Ágústa Waage. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir. 

 

 

Share this Post