Þrjá daga yfir hafið?

/ júlí 3, 2009

Franska risa þríbytnan Banque Populaire V áætlar að komast yfir Atlantshafið á þrem dögum og einhverjum klukkustundum. Skútan er vissulega nógu stór og…

hraðskreið í verkið og bankinn sem styrkir verkefnið er ekkert að fara á hausinn. Pasacal Biddégorry hefur þó áhyggjur af ísjökum á leiðinni og þó sérstaklega sjávarspendýrum. Það er auðveldara að sjá ísjakana en þeir geta verið fleiri saman. Á leiðinni frá Evrópu til Ameríku sáu þeir meira af hvölum en nokkru sinni fyrr. Það er ekki gott að sigla á svoleiðis flykki á nokkurra tuga hnúta hraða. Hvalir hafa verið að verða aukið vandamál hjá skútum þar sem þær fara nú hraðar en nokkru sinni og hljóðlátar sem þær eru þá ugga hvalinir ekki alltaf að sér. Ætli það verði ekki að finna upp einhverskonar hljóðbúnað sem fælir hvali frá þegar skúta nálgast. Ísjakar voru alveg niður að 40°N. Nú bíður Pasacal Biddégorry eftir rétta veðrinu til að sigla Banque Populaire V á nýju meti yfir hafið eins fljótt og hægt er.

Share this Post