Túlkun óskast
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég skil þetta ekki. Eru þetta vinnubrögðin í kærunefnd í Íslandsmeistaramóti?
Sjá hér fyrir neðan:
{mosimage}
Í kappsiglingareglunum segir:
65 AÐ UPPLÝSA AÐILA OG AÐRA
65.1 Þegar kærunefnd hefur komist að niðurstöðu skal hún þegar í stað tilkynna aðilum að
vitnaleiðslunni um staðreyndir málsins, reglurnar sem við eiga, niðurstöðuna,
rökstuðning fyrir henni, hverja þá refsingu sem lögð er á, eða leiðréttingu, ef einhver
er.
65.2 Aðili að vitnaleiðslu á rétt á því að fá framangreindar upplýsingar í hendur skriflega,
enda hafi hann óskað þeirra skriflega frá kærunefnd innan sjö daga frá því að honum
var tilkynnt um niðurstöðuna. Kærunefnd skal þegar í stað senda honum
ofangreindar upplýsingar, ásamt ef við á, teikningu af atvikinu, gerða eða áritaða af
kærunefnd.
Dæmi svo hver fyrir sig hvort þetta uppfyllir þessi skilyrði.