Tundur

/ september 2, 2006

{mosimage}Þessi saga tengist nokkrum siglingamönnum, sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar Jónasi og Sigga. Óttarr (hjá ÍTR) eignaðist fyrir ári hús í Kópavoginum. Þar hafa miklar framkvæmdir farið fram síðan. Við klóakframkvæmdir í garðinum við hliðina fannst TUNDURDUFL. Sprengjusérfræðingarnir voru auðvitað kallaðir á staðinn og staðfestu að enginn kveikibúnaður væri í duflinu. Það var síðan híft á kerru. Þegar tundurduflið átti eftir hálfan meter niður á kerruna slitnaði spottinn. Við eigum ekki mynd af svipnum á þeim þegar duflið datt en þessi verður að koma í staðinn.

Share this Post