Tvímenningurinn

/ nóvember 10, 2007

{mosimage}Keppnin hefst klukkan 12:00


Á morgun sunnudag, byrjar keppni hringinn í kringum hnöttinn, án viðkomu, á IMOCA Open 60 bátum. Í áhöfn eru tveir menn. Lagt er af stað frá Barcelona 11.11 kl: 12:00 og gert ráð fyrir að bátarnir komi á sama stað eftir þrjá mánuði.


Það á eftir að setja mikinn svip á keppnina að þetta er tvímenningur…Í einmenningum er talið að skipstjórarnir nái 60-80% af getu bátsins en núna stefna pörin á að ná næstum sama árangri og með fullri áhöfn. Þetta fyrirkomulag krefst því kannski jafn mikils og einmenningur.


Brokeyarvinurinn Servane Escoffier er helmingur áhafnarinnar á Educacion Sin Fronteras (áður Kingfisher árg. 2000, Owen-Clarke design). Hún varð í öðru sæti á Route du Rum í fyrra á Vedettes. Mótskipstjóri hennar er Katalóninn Albert Bargués.


Aðrir bátar sem taka þátt eru:

Delta Dore (2006, Farr) Jérémie Beyou (Fra) og Sidney Gavignet (Fra)

Estrella Damm (2007, Farr) Guillermo Altadill (Spá) og Jonathan McKee (USA)

Hugo Boss (2007, Finot-Conq) Alex Thomson (UK) og Andrew Cape (Aus)

Mutua Madrilena (2003, Owen Clarke) Javier Sansó (Spá) og Pachi Rivero (Spá)

Paprec Virbac (2007, Farr) Jean-Pierre Dick (Fra), og Damian Foxall (Íta)

PRB (2006, Farr) Vincent Riou (Fra) og Sébastien Josse (Fra)

Temenos II (2006, Owen Clarke) Dominique Wavre (Swi) og Michéle Paret (Fra)

Veolia (2004 endurbyggður 2007, Lombard Levet) Roland Jourdain (Fra) og Jean-Luc Nélias (Fra)


Við þekkjum nokkra bátana m.a. frá Fastnet keppninni þar sem PRB vann IMOCA hópinn. Sébastien var skipstjóri á ABN Amro II (krakkabátnum) í síðustu VOR keppni. Andrew var á Alinghi. Dick vann tvímenninginn Transat Jacques Vabre árið 2005. Vincent vann Vendé Globe árið 2005. Roland vann Route du Rhum í fyrra.


Þó að við höldum með Brokeyjarvininum virðist PRB sigurstranglegastur En margt getur gerst og ótrúlegt að allir komist hringinn.


Það er bein útsending frá startinu á morgun á vef keppninnar www.barcelonaworldrace.com. Þeir starta með því að sigla 2,3 NM í norður, umhverfis toppbauju og aftur í gegnum markið.


{mosimage}

Hér er Nám án landamæra (Educacion Sin Fronteras)

Share this Post