Uppgangur í kænusiglingum

/ janúar 21, 2009

Undur og stórmerki eru að gerast. Tveir elstu kænusiglarar (frá og með áramótum) Brokeyjar ætla sér að hafa opið hús á Laugardagsmorgnum í aðstöðu Brokeyjar í Nauthólsvík.
Úlfur á Evrunni og Siggi á Aríunni ætla að mæta í Nauthólsvíkina á Laugardagsmorgnum klukkan 10. Kannski að sigla soldið ditta að spjalla og koma kyndingunni í lag (hehe) Auðvitað er öllum félagsmönnum frjálst að mæta, reyna fyrir sér í kænusiglingum eða spjalla.
Taka sjósundsprett eða skella sér á róðravél og svitna í smástund.

Share this Post