Uppskeruhátíð kænudeildar

/ október 3, 2009

Kænudeildin verður með uppskeruhátíð í Nauthólsvík kl. 12 laugardaginn 3. október. Þar verður fagnað glæsilegu starfi í sumar og frábærum árangri okkar bestu kænusiglara.

Sumarið hefur verið viðburðaríkt og Brokeyjarkrakkar náð miklum frama í keppnum í Hafnarfirði, á Akureyri, í Kópavogi og Reykjavík. Íslandsmeistaratitlar í Topper Topaz og Optimist B-flokkum gefa svo sannarlega tilefni til að gleðjast. Auk þess hefur stór hópur barna og unglinga stigið fyrstu skrefin í siglingaíþróttinni hjá Brokey í sumar. Léttar veitingar verða í boði félagsins í félagsaðstöðunni í Nauthólsvík. Hátíðin er fyrir alla Brokeyjarkrakka og foreldra þeirra.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>