Uppskeruhátíð kænusiglara 2010

/ október 27, 2010

Laugardaginn 30. október á milli kl. 16:00 og 18:00 verður haldin uppskeruhátíð kænusiglara í aðstöðu félagsins á Ingólfsgarði (ATH það er við Reykjavíkurhöfn, aftan við Hörpuna). Hátíðin er ætluð öllu kænusiglingafólki, fjölskyldum þeirra og vinum. Hátíðin verður nokkurskonar lokapunktur siglingaársins þar sem sumarið verður gert upp og verðlaun og viðurkenningar veittar.

Veitingar:
Til að halda kostnaði í lágmarki er ætlast til að hver kænusiglari komi með eitthvað smávegis með sér, gæti t.d. verið kanilsnúðar, skúffukaka eða annað þess háttar. Félagið sér um öll drykkjarföng.

Dagskrá (drög):
Afhending bikars „Kænusiglingamaður ársins“
Afhending viðurkenninga
Ræða formanns

Skráning fer fram á skraning@brokey.is
Endilega tilkynnið þátttöku.

Stjórnin.

Share this Post